Lífið

Vill gifta sig fyrir jól

Elton John hefur ákveðið að gifta sig fyrir jól. Hann segist vilja giftast kærasta sínum, David Furnish, þegar hjónabönd samkynhneigðra verða lögleidd í Bretlandi í byrjun desember. "Við viljum að athöfnin fari fram í miðjum desember. Það verður þó engin brúðkaupsferð því ég verð í miðju tónleikaferðalagi," segir Elton. "Það að kynnast David er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Við þurfum því miður að vera mikið í burtu frá hvorum öðrum, það er erfitt en það gengur samt upp."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.