Lífið

Tilbúin í hjónaband

Christina Ricci segist vera tilbúin til að giftast. Hin snoppufríða leikkona hefur verið í sambandi með leikaranum Adam Goldbery, sem lék meðal annars í Saving Private Ryan, í eitt ár. Hún segir einnig að hún væri alveg til í barneignir ef út í það er farið. "Ég myndi giftast Adam vegna þess hversu gamaldags hugsunarháttur minn er. Ég vil líka eignast börn. Ég myndi þó ekki plana að eiga börn áður en ég væri gift en það er svosum ekki hægt að hafa stjórn á öllu," segir Ricci.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.