Lífið

Mette-Marit einnig barnshafandi

Það stefnir í enn frekari fjölgun innan konungsfjölskyldnanna á Norðurlöndum því nú hefur verið tilkynnt að Hákon krónprins af Noregi og Mette-Marit krónprinsessa eigi von á sínu öðru barni í desember, en fyrir eiga þau dótturina Ingiríði Alexöndru sem fæddist í fyrra og þá á Mette-Marit soninn Marius frá fyrra sambandi. Fyrr í dag var greint frá því að María Elísabet, krónprinsessa af Danmörku, væri kona eigi einsömul, en hún á að eiga fyrsta barn þeirra Friðriks krónprins í október.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.