Lífið

Kaldaljós best í Veróna

Kvikmyndin Kaldaljós í leikstjórn Hilmars Oddssonar vann til þrennra af fimm verðlaunum sem veitt voru á kvikmyndahátiðinni Schermi´Amore í Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag, en þetta er í níunda sinn sem hún er haldin. Kaldaljós var valin besta mynd hátíðarinnar auk þess sem áhorfendur kusu hana bestu myndina. Einnig fékk Sigurður Sverrir Pálsson verðlaun fyrir bestu myndatöku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.