Lífið

María Elísabet með barni

Danska krónprinsessan María Elísabet er með barni og eiga hún og Friðrik krónprins von á frumburðinum í lok október. Frá þessu greindi konungsfjölskyldan í fréttatilkynningu í morgun. María mun ala barnið á Ríkissjúkrahúsinu og að sögn fjölmiðlafulltrúa konungsfjölskyldunnar reiknar María með að sinna konunglegum skyldum sínum eins lengi og hún getur. Ekki hefur verið upplýst hvort hún gangi með dreng eða stúlku, en samkvæmt núgildandi lögum í Danmörku tekur elsti sonur við völdum af foreldri sínu jafnvel þótt hann sé ekki elstur systkina. Friðrik krónprins og María Elísabet kynntust á Ólympíuleikunum í Sydney 2000 og giftu sig í fyrravor við hátíðlega athöfn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.