Lífið

Slegist um myndir af Pitt og Jolie

Fjölmiðlar austan hafs og vestan slást hatrammri baráttu um myndir af kvikmyndastjörnunum Brad Pitt og Angelinu Jolie sem teknar voru af þeim saman í fríi í Afríku. Frá því Pitt skildi við eiginkonu sínu, Jennifer Aniston, í janúar hefur orðrómur verið á kreiki um ástarsamband hans við Jolie. Myndirnar, sem teknar voru af stjörnunum óafvitandi, eiga að sýna fram á að sá orðrómur sé sannur. Á þeim sést léttklætt parið sýna hvort öðru atlot en þau ku hafa dvalið saman í villu ásamt syni Jolie. Og yfir myndirnar vilja slúðurblöðin ólm komast. Í Bandaríkjunum greiddi blaðið US Weekly um 60 milljónir íslenskra króna fyrir birtingarréttinn og Sun í Englandi hefur einnig greitt svimandi háa upphæð til að tryggja sér réttinn þar í landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.