Lífið

Plant ítrekað klappaður upp

Hinum heimsfræga rokkara, Robert Plant, var ákaft fagnað og hann ítrekað klappaður upp í Laugardalshöll í gærkvöldi en hann hélt þar tónleika ásamt hljómsveit sinni, The Strange Sensation. Plant var söngvari hinnar heimsfrægu hljómsveitar, Led Zeppelin, sem einmitt hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll fyrir 35 árum. Tónleikagestir, sem nærri fylltu Höllina, voru á öllum aldri og margir komnir yfir miðjan aldur. Plant lék aðallega lög af nýútkominni plötu en var spar á gömlu Led Zeppelin lögin, tók þó fáein þeirra en í nýstárlegum útsetningum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.