Rær ekki á örugg mið 21. apríl 2005 00:01 Það er staðfest, Immigrant Song með Led Zeppelin, er um Ísland, samið eftir heimsókn sveitarinnar hingað fyrir 35 árum. Söngvari hennar, Robert Plant, er kominn aftur til lands íss og snjóa, miðnætursólar og heitra hvera. Þrátt fyrir glæstan feril, hvarflar ekki að honum að róa á örugg mið í tónlistinni heldur leitar hann sífellt nýjunga og sköpunar. Það er óhætt að segja að Robert Plant sé goðsögn í heimi rokktónlistarinnar enda það sem hann og félagar hans í Led Zeppelin gerðu fyrir löngu orðið sígilt og nýjar kynslóðir sífellt að uppgvöta tónlist þeirra. Það hvarflar samt ekki að Plant að lifa á fornri frægð heldur stendur leit hans í tónlistinni enn þá yfir. Hann segir að hafi maður áhuga sé það frábært. Hann eigi mikið eftir ólært og hann gleðjist yfir því að vera enn að læra og því að hafa hæfileika til þess eftir mikla velgengni. Hann segist ekki vilja hægja ferðina heldur læra til að geta sungið betur. Led Zeppelin troðfyllti Laugardalshöllina í júní 1970 á listahátíð og skömmu seinna kom út lagið Immigrant Song þar sem talað er um miðnætursólina, heita hveri og land íss og snjóa. Hann baðst í dag afsökunar á því lagi því í kjölfarið hefðu allar rokkhljómsveitir þóst vera víkingar. Í því sambandi bar Alice Cooper á góma en Plant segist oft hafa skemmt sér með honum. Cooper hafi hins vegar alltaf farið snemma í háttinn til að vakna í golf daginn eftir. Hann segir Cooper ekki hafa komið frá landi íss og snjóa heldur frá 18 holna velli sunnan við San Bernardino. Tónlist nýju sveitarinnar The New Sensation er blanda blúss, rokks og marokkóskar tónlistar enda á ferðinni menn sem spilað hafa með Portishead, Massive Attack og Led Zeppelin. Plant segir að tónlistin hafi ekki þetta stóra backbeat sem sé grunnur rokksins heldur minni hún á ambient-tónlist. Lögin geti tekið á sig nýjar myndir á hverju kvöldi og tónlistin sé því mjög örvandi. En óneitanlega hljóta menn alltaf að bera það sem hann gerir við Led Zeppelin. Plant segir um það að hann hafi byrjað með sveitinni tvítugur og hætt í henni 32 ára. Afrekaskráin hefði þótt allgóð þótt hann hefði hætt þá. Hann segist kæra sig kollóttan um það og hvort viðfangsefni hans sé stórt eða lítið. Hann viti bara að það sé raunverulegt og afar spennandi. Plant segist syngja mun betur en hann hafi gert í mörg ár því hann sé hamingjusamur. Aðspurður hvort hann nái enn háu nótunum segir Plant að sú viðmiðun eigi ekki við um söng hans nú. Hann geti beitt röddinni með öðrum hætti en hann nái háu nótunum enn. Gestir munu heyra það á morgun í einum eða tveimur lögum. Ef það fái ungan dreng eða mann til að kikna í hnjáliðunum þegar hann syngi hátt verði svo að vera en vonandi sé það ekki bara það. Þrátt fyrir árin 35 man Plant eftir fyrri Íslandsheimsókn sinni. Hann segir aðspurður að Immigrant Song fjalli um Ísland enda hafi hann aldrei komið á annan eins stað. Robert Plant segist muna vel eftir sviðinu í Laugardalshöllinni og segist hlakka til að stíga þar á stokk aftur. Það hafi verið gaman að spila í því húsi. Þess má geta að nýjasta plata hans og sveitar hans kemur út á Íslandi á morgun, fyrst allra landa. Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Það er staðfest, Immigrant Song með Led Zeppelin, er um Ísland, samið eftir heimsókn sveitarinnar hingað fyrir 35 árum. Söngvari hennar, Robert Plant, er kominn aftur til lands íss og snjóa, miðnætursólar og heitra hvera. Þrátt fyrir glæstan feril, hvarflar ekki að honum að róa á örugg mið í tónlistinni heldur leitar hann sífellt nýjunga og sköpunar. Það er óhætt að segja að Robert Plant sé goðsögn í heimi rokktónlistarinnar enda það sem hann og félagar hans í Led Zeppelin gerðu fyrir löngu orðið sígilt og nýjar kynslóðir sífellt að uppgvöta tónlist þeirra. Það hvarflar samt ekki að Plant að lifa á fornri frægð heldur stendur leit hans í tónlistinni enn þá yfir. Hann segir að hafi maður áhuga sé það frábært. Hann eigi mikið eftir ólært og hann gleðjist yfir því að vera enn að læra og því að hafa hæfileika til þess eftir mikla velgengni. Hann segist ekki vilja hægja ferðina heldur læra til að geta sungið betur. Led Zeppelin troðfyllti Laugardalshöllina í júní 1970 á listahátíð og skömmu seinna kom út lagið Immigrant Song þar sem talað er um miðnætursólina, heita hveri og land íss og snjóa. Hann baðst í dag afsökunar á því lagi því í kjölfarið hefðu allar rokkhljómsveitir þóst vera víkingar. Í því sambandi bar Alice Cooper á góma en Plant segist oft hafa skemmt sér með honum. Cooper hafi hins vegar alltaf farið snemma í háttinn til að vakna í golf daginn eftir. Hann segir Cooper ekki hafa komið frá landi íss og snjóa heldur frá 18 holna velli sunnan við San Bernardino. Tónlist nýju sveitarinnar The New Sensation er blanda blúss, rokks og marokkóskar tónlistar enda á ferðinni menn sem spilað hafa með Portishead, Massive Attack og Led Zeppelin. Plant segir að tónlistin hafi ekki þetta stóra backbeat sem sé grunnur rokksins heldur minni hún á ambient-tónlist. Lögin geti tekið á sig nýjar myndir á hverju kvöldi og tónlistin sé því mjög örvandi. En óneitanlega hljóta menn alltaf að bera það sem hann gerir við Led Zeppelin. Plant segir um það að hann hafi byrjað með sveitinni tvítugur og hætt í henni 32 ára. Afrekaskráin hefði þótt allgóð þótt hann hefði hætt þá. Hann segist kæra sig kollóttan um það og hvort viðfangsefni hans sé stórt eða lítið. Hann viti bara að það sé raunverulegt og afar spennandi. Plant segist syngja mun betur en hann hafi gert í mörg ár því hann sé hamingjusamur. Aðspurður hvort hann nái enn háu nótunum segir Plant að sú viðmiðun eigi ekki við um söng hans nú. Hann geti beitt röddinni með öðrum hætti en hann nái háu nótunum enn. Gestir munu heyra það á morgun í einum eða tveimur lögum. Ef það fái ungan dreng eða mann til að kikna í hnjáliðunum þegar hann syngi hátt verði svo að vera en vonandi sé það ekki bara það. Þrátt fyrir árin 35 man Plant eftir fyrri Íslandsheimsókn sinni. Hann segir aðspurður að Immigrant Song fjalli um Ísland enda hafi hann aldrei komið á annan eins stað. Robert Plant segist muna vel eftir sviðinu í Laugardalshöllinni og segist hlakka til að stíga þar á stokk aftur. Það hafi verið gaman að spila í því húsi. Þess má geta að nýjasta plata hans og sveitar hans kemur út á Íslandi á morgun, fyrst allra landa.
Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira