Líkum fleygt á víðavangi 20. apríl 2005 00:01 Sænska lögreglan rannsakar nú þrjú óhugnanleg morðmál þar sem líkum fórnarlambanna hefur verið fleygt á víðavangi. Búið er að bera kennsl á tvö líkanna. Ekkert samband er talið vera milli morðanna. Fyrsta líkið fannst sundurhlutað í mörgum hlutum í miðborg Stokkhólms um síðustu mánaðamót. Líkamshlutunum hafði verið pakkað inn í plast og þeim fleygt í sjóinn. Erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á líkið en nú er staðfest að það er af 46 ára gömlum Stokkhólmsbúa af sænskum uppruna. Maðurinn var útigangsmaður og ljóst að banamein hans var höfuðhögg. Ekki er vitað hversu langt er síðan maðurinn var myrtur né heldur hefur neinn verið handtekinn í sambandi við morðið. Hin líkin tvö fundust í nágrenni Stokkhólms í byrjun vikunnar, annað á skógarsvæði við bæinn Gnesta skammt sunnan við borgina og hitt á svæði sem heitir Norsborg sem er vinsælt útivistarsvæði sunnan Stokkhólms. Líkið sem fannst við Gnesta var innpakkað í plast líkt og líkið sem fannst í Stokkhólmi. Það fannst í heilu lagi og er af 49 ára gömlum manni af kúrdískum uppruna sem hvarf í desember á síðasta ári og hefur verið leitað. Hann er tengdur mönnum í forystu kúrdíska verkamannaflokksins PKK, þannig að lögreglan útilokar ekki að morðið eigi sér pólitískan bakgrunn. Aukinheldur hefur maðurinn ítrekað verið dæmdur fyrir ofbeldisglæpi. Þriðja líkið sem fannst í gröf við Norsborg var höfuðlaust og hefur lögreglu ekki tekist að skera úr um hvort það er að konu eða karli. Reyndar var beinagrindin ein eftir af líkinu þannig að talið er að langt sé um liðið síðan viðkomandi var myrtur. Beinist rannsóknin að mannshvörfum á svæðinu og hefur lögregla sérstaklega beint sjónum sínum að manni sem hvarf fyrir ellefu árum. Morð er framið í Stokkhólmi um það bil þriðja hvern dag Erlent Fréttir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Sænska lögreglan rannsakar nú þrjú óhugnanleg morðmál þar sem líkum fórnarlambanna hefur verið fleygt á víðavangi. Búið er að bera kennsl á tvö líkanna. Ekkert samband er talið vera milli morðanna. Fyrsta líkið fannst sundurhlutað í mörgum hlutum í miðborg Stokkhólms um síðustu mánaðamót. Líkamshlutunum hafði verið pakkað inn í plast og þeim fleygt í sjóinn. Erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á líkið en nú er staðfest að það er af 46 ára gömlum Stokkhólmsbúa af sænskum uppruna. Maðurinn var útigangsmaður og ljóst að banamein hans var höfuðhögg. Ekki er vitað hversu langt er síðan maðurinn var myrtur né heldur hefur neinn verið handtekinn í sambandi við morðið. Hin líkin tvö fundust í nágrenni Stokkhólms í byrjun vikunnar, annað á skógarsvæði við bæinn Gnesta skammt sunnan við borgina og hitt á svæði sem heitir Norsborg sem er vinsælt útivistarsvæði sunnan Stokkhólms. Líkið sem fannst við Gnesta var innpakkað í plast líkt og líkið sem fannst í Stokkhólmi. Það fannst í heilu lagi og er af 49 ára gömlum manni af kúrdískum uppruna sem hvarf í desember á síðasta ári og hefur verið leitað. Hann er tengdur mönnum í forystu kúrdíska verkamannaflokksins PKK, þannig að lögreglan útilokar ekki að morðið eigi sér pólitískan bakgrunn. Aukinheldur hefur maðurinn ítrekað verið dæmdur fyrir ofbeldisglæpi. Þriðja líkið sem fannst í gröf við Norsborg var höfuðlaust og hefur lögreglu ekki tekist að skera úr um hvort það er að konu eða karli. Reyndar var beinagrindin ein eftir af líkinu þannig að talið er að langt sé um liðið síðan viðkomandi var myrtur. Beinist rannsóknin að mannshvörfum á svæðinu og hefur lögregla sérstaklega beint sjónum sínum að manni sem hvarf fyrir ellefu árum. Morð er framið í Stokkhólmi um það bil þriðja hvern dag
Erlent Fréttir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira