Blendin viðbrögð við páfavali 20. apríl 2005 00:01 Benedikt XVI páfi hét því í gær, á fyrsta vinnudeginum eftir kjörið á þriðjudag, að vinna markvisst að því að sameina alla kristna menn, rétta öðrum trúarbrögðum sáttahönd og halda áfram að hrinda í framkvæmd umbótum á kaþólsku kirkjunni. Er hinn nýi páfi kynnti stefnumál sín í ávarpi á latínu til kardinálanna í Páfagarði lagði hann sérstaka áherslu á að hann myndi leitast við að starfa áfram í anda forvera síns, Jóhannesar Páls II, sem hann kallaði raunar "hinn mikla" í fyrsta ávarpinu sem hann flutti eftir kjörið. Það er einmitt þessi vissa um að hinn nýi páfi hyggist fylgja mjög ákveðið fram sömu stefnu og fyrirrennarinn sem veldur því að viðbrögðin við kjöri hans hafa verið misjöfn. Gleði meðal kaþólskra um allan heim yfir því að kirkjan hefði eignast nýjan leiðtoga blandaðist áhyggjum af því að maðurinn sem valdist til starfans, íhaldssami þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, kynni að valda frekari flokkadráttum innan kirkjunnar er hún stendur frammi fyrir áskorunum á borð við æ minnkandi áhuga fólks í ríkari löndum á að tengjast starfi kirkjunnar, "landvinningum" mótmælendasöfnuða á borð við söfnuði sjónvarpspredikara, einkum í Rómönsku Ameríku, þrýstingi á að hún taki upp jákvæðari afstöðu til notkunar getnaðarvarna vegna eyðnifaraldursins, og þannig mætti lengi telja. "Hann gæti reynst sundrungar- frekar en sameiningarafl," hefur AP-fréttastofan eftir séra Thomas Reese, ritstjóra bandaríska jesúítaritsins America. Í heimalandi hins nýja páfa sögðu bæði kanslarinn Gerhard Schröder og forsetinn Horst Köhler að Þjóðverjum væri heiður að því að landi þeirra skyldi hafa valist á páfastól. En viðbrögðin meðal kirkjunnar manna og almennings skiptust mjög í tvö horn. "Þetta getur ekki verið satt," sagði kaþólsk húsmóðir frá Bæjaralandi, uppvaxtarhéraði páfa, sem var mætt á Péturstorgið til að fylgjast með páfakjörinu. "Ég hafði svo innilega vonað að við myndum eignast góðan páfa sem myndi gera eitthvað fyrir konur ... þetta er hræðilegt!" Erlent Fréttir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Benedikt XVI páfi hét því í gær, á fyrsta vinnudeginum eftir kjörið á þriðjudag, að vinna markvisst að því að sameina alla kristna menn, rétta öðrum trúarbrögðum sáttahönd og halda áfram að hrinda í framkvæmd umbótum á kaþólsku kirkjunni. Er hinn nýi páfi kynnti stefnumál sín í ávarpi á latínu til kardinálanna í Páfagarði lagði hann sérstaka áherslu á að hann myndi leitast við að starfa áfram í anda forvera síns, Jóhannesar Páls II, sem hann kallaði raunar "hinn mikla" í fyrsta ávarpinu sem hann flutti eftir kjörið. Það er einmitt þessi vissa um að hinn nýi páfi hyggist fylgja mjög ákveðið fram sömu stefnu og fyrirrennarinn sem veldur því að viðbrögðin við kjöri hans hafa verið misjöfn. Gleði meðal kaþólskra um allan heim yfir því að kirkjan hefði eignast nýjan leiðtoga blandaðist áhyggjum af því að maðurinn sem valdist til starfans, íhaldssami þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, kynni að valda frekari flokkadráttum innan kirkjunnar er hún stendur frammi fyrir áskorunum á borð við æ minnkandi áhuga fólks í ríkari löndum á að tengjast starfi kirkjunnar, "landvinningum" mótmælendasöfnuða á borð við söfnuði sjónvarpspredikara, einkum í Rómönsku Ameríku, þrýstingi á að hún taki upp jákvæðari afstöðu til notkunar getnaðarvarna vegna eyðnifaraldursins, og þannig mætti lengi telja. "Hann gæti reynst sundrungar- frekar en sameiningarafl," hefur AP-fréttastofan eftir séra Thomas Reese, ritstjóra bandaríska jesúítaritsins America. Í heimalandi hins nýja páfa sögðu bæði kanslarinn Gerhard Schröder og forsetinn Horst Köhler að Þjóðverjum væri heiður að því að landi þeirra skyldi hafa valist á páfastól. En viðbrögðin meðal kirkjunnar manna og almennings skiptust mjög í tvö horn. "Þetta getur ekki verið satt," sagði kaþólsk húsmóðir frá Bæjaralandi, uppvaxtarhéraði páfa, sem var mætt á Péturstorgið til að fylgjast með páfakjörinu. "Ég hafði svo innilega vonað að við myndum eignast góðan páfa sem myndi gera eitthvað fyrir konur ... þetta er hræðilegt!"
Erlent Fréttir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira