Erlent

Grikkir samþykkja stjórnarskrá ESB

MYND/AP
Grikkland varð í dag fimmta landið innan Evrópusambandsins til að samþykkja stjórnarskrá sambandsins, en það var gert á gríska þinginu. Bæði íhaldsmenn sem fara með völd í landinu og sósíalistar í stjórnarandstöðunni studdu stjórnarskrána. 268 þingmenn sögðu já, 17 höfnuðu stjórnarsamningnum og 15 sátu hjá. Þótt Litháen, Ungverjaland, Slóvenía, Ítalía og Spánn hafi þegar samþykkt stjórnarskrána er langt því frá víst að hún taki gildi. 19 þjóðir eiga enn eftir að taka afstöðu til hennar, sumar í þjóðaratkvæðagreiðslu, og til að mynda er mikil andstaða við hana í Frakklandi og Hollandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×