Erlent

Nýr páfi hefur verið valinn

Búið er að velja nýjan páfa. Hvítan reyk lagði upp úr reykháfnum á Sixtínsku kapellunni fyrir nokkrum mínútum og þá hringdu kirkjuklukkur rétt í þessu. Það verður því tilkynnt á næstu mínútum hver tekur við að Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á Pétursdtorginu í Róm þegar hvítan reykinn lagði frá strompinum og þau urðu enn meiri þegar kirkjuklukkurnar hringdu nokkrum mínútum síðar. Um 40 þúsund manns eru staddar á torginu og má búast við að fólkinu fjölgi ört þessar mínúturnar.
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×