Erlent

Takast ekki í hendur vegna veiru

Íbúar Uige, angólsku borgarinnar þar sem Marburgarveiran hefur geisað harðast, eru farnir að hneigja sig og nikka fremur en að takast í hendur til að reyna að forðast smit. Veiran er bráðsmitandi og smitast með líkamsvessum eins og svita, blóði og munnvatni. Flestir sem smitast deyja á rúmri viku. Fáir fást þó til að fara á einangrunardeildina sem sett hefur verið upp sem verður til þess að ættingjar sem annast þá sjúku í veikindunum eru í mikilli sýkingarhættu. 243 tilfelli hafa verið skráð hingað til en alþjóðlegir heilbrigðisstarfsmenn óttast að faraldur geti brotist út ef ekki tekst að rjúfa smitkeðjuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×