Erlent

Hvetur Kína og Japan til sátta

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvetur leiðtoga í Kína og Japan til þess að nota ráðstefnu Asíu og Afríku ríkja um helgina, til þess að bæta samskipti þjóðanna. Annan segir að þjóðirnar eigi allt of margt sameiginlegt til þess að standa í ágreiningi eins og þeim sem staðið hefur yfir undanfarið. Koizumi, forsætisráðherra Japans, segir hins vegar að eins og staðan sé núna gæti verið réttast af leiðtogum þjóðanna tveggja að sniðganga ráðstefnuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×