Bitist um Kjarvalsverkin 17. apríl 2005 00:01 Barnabarn Jóhannesar Kjarvals ásakar borgaryfirvöld um að halda þúsundum listaverka meistarans ólöglega í vörslu sinni. Dómsmál hans gegn Reykjavíkurborg verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Forsaga málsins er sú að skömmu áður en Kjarval veiktist og var fluttur á sjúkrahús árið 1968 var vinnustofa hans við Sigtún tæmd og rúmlega 5.000 listaverk og 1.100 bækur úr hans eigu fluttar á Korpúlfsstaði. Þar voru munirnir geymdir í sautján ár en síðan þeir færðir í hirslur Kjarvalsstaða þar sem þeir eru enn. Ingimundur Kjarval, barnabarn Jóhannesar, hefur undanfarin ár reynt að endurheimta muni afa síns, því hann telur verulegan vafa leika á að málarinn hafi í raun gefið borginni þá. Síðustu fimm árin hefur hann skrifað til embættismanna í borgarkerfinu en fá svör fengið og því hefur hann höfðað mál gegn Reykjavíkurborg. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Ingimundur segir að með dómsmálinu verði hægt að eyða þeim vafa sem ríkir um eignarhaldið á verkunum. "Fjölskyldan á þetta ekki pínulítið og borgin ekki pínulítið. Annað hvort á Reykjavíkurborg þetta eða fjölskyldan. Afi skrifaði aldrei undir neitt, það er ekki til nein gjafayfirlýsing og engin yfirlýsing er til frá Reykjavíkurborg um að hún hafi þegið nokkuð að gjöf," segir hann. Úrskurði dómararnir Ingimundi í vil vill hann að verkunum verði skilað aftur til erfingja Kjarvals. Ingimundur segir að misræmi sé á milli tveggja skráa yfir verkin sem gerðar voru 1968 og 1985. Svo virðist sem helmingur bókanna sé glataður og einhver málverkanna líka. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri vildi lítið tjá sig um málið þegar haft var við hana samband í gær. "Ég hef fengið bréf frá Ingimundi í gegnum árin og kynnt mér málið en ég held að það sé þess eðlis að það verði að reka það fyrir dómstólum. Það er mismunandi túlkun á því hvað þarna fór fram á sínum tíma og þannig er fjölskylda Kjarvals ekki samstíga í málinu." Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Barnabarn Jóhannesar Kjarvals ásakar borgaryfirvöld um að halda þúsundum listaverka meistarans ólöglega í vörslu sinni. Dómsmál hans gegn Reykjavíkurborg verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Forsaga málsins er sú að skömmu áður en Kjarval veiktist og var fluttur á sjúkrahús árið 1968 var vinnustofa hans við Sigtún tæmd og rúmlega 5.000 listaverk og 1.100 bækur úr hans eigu fluttar á Korpúlfsstaði. Þar voru munirnir geymdir í sautján ár en síðan þeir færðir í hirslur Kjarvalsstaða þar sem þeir eru enn. Ingimundur Kjarval, barnabarn Jóhannesar, hefur undanfarin ár reynt að endurheimta muni afa síns, því hann telur verulegan vafa leika á að málarinn hafi í raun gefið borginni þá. Síðustu fimm árin hefur hann skrifað til embættismanna í borgarkerfinu en fá svör fengið og því hefur hann höfðað mál gegn Reykjavíkurborg. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Ingimundur segir að með dómsmálinu verði hægt að eyða þeim vafa sem ríkir um eignarhaldið á verkunum. "Fjölskyldan á þetta ekki pínulítið og borgin ekki pínulítið. Annað hvort á Reykjavíkurborg þetta eða fjölskyldan. Afi skrifaði aldrei undir neitt, það er ekki til nein gjafayfirlýsing og engin yfirlýsing er til frá Reykjavíkurborg um að hún hafi þegið nokkuð að gjöf," segir hann. Úrskurði dómararnir Ingimundi í vil vill hann að verkunum verði skilað aftur til erfingja Kjarvals. Ingimundur segir að misræmi sé á milli tveggja skráa yfir verkin sem gerðar voru 1968 og 1985. Svo virðist sem helmingur bókanna sé glataður og einhver málverkanna líka. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri vildi lítið tjá sig um málið þegar haft var við hana samband í gær. "Ég hef fengið bréf frá Ingimundi í gegnum árin og kynnt mér málið en ég held að það sé þess eðlis að það verði að reka það fyrir dómstólum. Það er mismunandi túlkun á því hvað þarna fór fram á sínum tíma og þannig er fjölskylda Kjarvals ekki samstíga í málinu."
Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira