Auka kvóta til jafns við Norðmenn 15. apríl 2005 00:01 Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að veiddar verði 890 þúsund lestir alls úr stofninum á yfirstandandi ári og er það í samræmi við langtímastjórnun á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum. Almennt samkomulag er meðal þeirra ríkja sem eiga hlut í stofninum um að nota þessa ráðgjöf sem viðmiðun. Í tilkynningunni segir að samkvæmt þeirri skiptingu sem ríkti á meðan samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum hafi hlutur Íslands verið 15,54 prósent af leyfilegum heildarafla. Samkvæmt því hefði hlutur Íslands orðið 138.300 tonn á þessu ári. Norðmenn hafi hins vegar ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins á óbreyttum forsendum og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft samkvæmt fyrri samningum. Til að fylgja þeirri kröfu eftir hafi þeir sett sér kvóta fyrir árið 2005 sem sé 14 prósentum hærri en sá kvóti sem Noregur hefði fengið samkvæmt fyrri skiptingu. Sjávarútvegsráðherra sendi sjávarútvegsráðherra Noregs bréf þann 2. mars 2005 þar sem Norðmenn eru hvattir til að endurskoða ákvörðun sína og bent er á að ef þeir geri það ekki neyðist Íslendingar til þess að setja sér meiri kvóta en þeir hefðu annars gert. Þannig yrði hækkun Íslendinga að vera í það minnsta til jafns við hækkun Norðmanna. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2005 hafi verið ákveðið að veiðiheimildir íslenskra skipa verði 14 prósentum hærri en sem nemur 138.300 tonnum og er því íslenskum skipum heimilað að veiða 157.700 tonn árið 2005. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að veiddar verði 890 þúsund lestir alls úr stofninum á yfirstandandi ári og er það í samræmi við langtímastjórnun á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum. Almennt samkomulag er meðal þeirra ríkja sem eiga hlut í stofninum um að nota þessa ráðgjöf sem viðmiðun. Í tilkynningunni segir að samkvæmt þeirri skiptingu sem ríkti á meðan samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum hafi hlutur Íslands verið 15,54 prósent af leyfilegum heildarafla. Samkvæmt því hefði hlutur Íslands orðið 138.300 tonn á þessu ári. Norðmenn hafi hins vegar ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins á óbreyttum forsendum og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft samkvæmt fyrri samningum. Til að fylgja þeirri kröfu eftir hafi þeir sett sér kvóta fyrir árið 2005 sem sé 14 prósentum hærri en sá kvóti sem Noregur hefði fengið samkvæmt fyrri skiptingu. Sjávarútvegsráðherra sendi sjávarútvegsráðherra Noregs bréf þann 2. mars 2005 þar sem Norðmenn eru hvattir til að endurskoða ákvörðun sína og bent er á að ef þeir geri það ekki neyðist Íslendingar til þess að setja sér meiri kvóta en þeir hefðu annars gert. Þannig yrði hækkun Íslendinga að vera í það minnsta til jafns við hækkun Norðmanna. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2005 hafi verið ákveðið að veiðiheimildir íslenskra skipa verði 14 prósentum hærri en sem nemur 138.300 tonnum og er því íslenskum skipum heimilað að veiða 157.700 tonn árið 2005.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira