Lífið

Harry prins til Lesótó

Harry Bretaprins er á leiðinni til Lesótó í boði konungsfjölskyldunnar þar. Harry starfaði að góðgerðarmálum þar í tvo mánuði í fyrra og ætlar nú að sjá hvernig ástandið er. Lesótó er eitt fátækasta ríki heims, hlutfall HIV-smitaðra þar er nær þriðjungur, matarskortur er þar mikið vandamál og atvinnuleysi fer vaxandi. Harry prins hefur áður sagt að hann vildi gjarnan halda áfram því starfi Díönu móður sinnar að beina athyglinni að ýmsum málefnum á sviði góðgerða og þjóðþrifa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.