Innlent

Liggur mikið á hjarta

Alþýðusambandið ætlar að hefja átak gegn félagslegum undirboðum og ólöglegum ráðningum útlendinga í byrjun maí. Verið er að taka saman upplýsingar og búa til kynningarefni en meiningin er að dreifa kynningarefni til aðildarfélaga og samtaka, útlendinga, Íslendinga og fyrirtækja um það hvernig eigi að haga sér í þessum málum. Einnig verður auglýst símanúmer og póstfang þar sem fólk getur komið upplýsingum á framfæri. "Við erum að vinna í þessu en erum að vísu í nokkrum vanda því að mörgum liggur mikið á hjarta. Hingað berast mörg símtöl á dag þar sem fólk vill koma alls konar sögum og upplýsingum á framfæri. Fólk vill koma því á framfæri við okkur án þess að við séum í stakk búin til að taka á móti því," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. "Við eigum fullt í fangi með að benda fólki á að við erum ekki alveg í stakk búin til að taka við þessu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×