Innlent

Fimm sóttu um

Þeir sem sóttu um eru: Séra  Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir, guðfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson, guðfræðingur Stefán Karlsson, guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir, guðfræðingur Sóknarbörn í Hofsprestakalli hafa farið fram á almenna prestskosningu í prestakallinu í stað þess að valnefnd velji sóknarprestinn. Slíkt er leyfilegt ef þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu fer fram á það. Stefnt er að því að kosningar fari fram fyrir maílok 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×