Sport

Juninho á leið heim

Brasilíski knattspyrumaðurinn Juninho er sagður á leið til heimalands síns eftir að lið Glasgow Celtic sagði upp samningi sínum við hann í gær. Brasilíumaðurinn náði aldrei að festa sig í sessi hjá skosku meisturunum og lék aðeins 14 leiki með liðinu í vetur og skoraði í þeim eitt mark. Talið er víst að Juninho muni ganga til liðs við Palmeiras í heimalandi sínu á næstunni, en þessi hæfileikaríki leikmaður náði aldrei að slá almennilega í gegn í Evrópu. "Við erum nokkuð vonsviknir að horfa á eftir honum og að hann hafi ekki náð að festa sig í sessi hjá okkur eftir að hann kom frá Middlesbrough, en við óskum Juninho alls hins besta í framtíðinni," sagði í yfirlýsingu frá Celtic.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×