Sport

Fá þriggja leikja bann og sekt

Þremur leikmönnum Newcastle United var vísað af leikvelli í 0-3 tapi á heimavelli gegn Aston Villa. Sá óvenjulegi atburður varð í leiknum að samherjarnir Kieron Dyer og Lee Bowyer lentu í slagsmálum og dómarinn átti ekki um annað að velja en að reka þá af leikvelli. Þeir verða dæmdir í þriggja leikja bann auk þess sem félagið á eftir að sekta þá fyrir atvikið. Knattspyrnustjóri Newcastle, Greame Souness sem þykir mikill harðjaxl og hefur margt upplifað á löngum ferli sem leikmaður og knattspyrnustjóri, sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að hann hefði aldrei upplifað annað eins. Þetta er í fyrsta sinn í tæp sex ár sem þremur leikmönnum úr sama liði er vísað út af. Síðast gerðist það í maí 1999 að West Ham missti þá Ian Wright, Shaka Hislop og Steve Lomas að velli gegn Leeds United. Tveir leikmenn Charlton lentu í áflogum í leik árið1979 og var vísað út af og 1995 slógust Blackburn-mennirnir David Batty og Graeme Le Saux í Evrópuleik og fengu báðir að líta rauða spjaldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×