Sport

Sherer semur við Newcastle

Alan Shearer, leikmaður Newcastle hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því ekki leggja skóna á hilluna í ár eins og til stóð. Nýji samningur hans gerir hann að spilandi þjálfara og er til eins árs, eða til loka næsta keppnistímabils.  Þessi tíðindi gleðja áhangendur Newcastle, sem hafa tekið kappann í guðatölu og hafa látið í ljós vonbrigði sín yfir fyrri ákvörðun hans að yfirgefa félagið, því þeir vilja meina að hann eigi nóg eftir. Það er ekki langt frá sannleikanum, því Shearer hefur verið iðinn við kolann í markaskorun á þessu tímabili, eins og endranær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×