Sport

Atouba fær þriggja leikja bann

Kamerúninn Timothee Atouba hjá Tottenham Hotspur hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandinu. Atouba var fundinn sekur um að hafa með ásetningi gefið Joey Barton, fyrirliða Manchester City, olnbogaskot í leik liðanna á dögunum, með þeim afleiðingum að hann meiddist illa í andliti. Atouba hefur reyndar verið önnum kafinn að spila fyrir landslið sitt undanfarið, en nú er ljóst að hann getur ekki leikið með Tottenham í næstu leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×