Sport

Scholes ekki aftur í landsliðið

Paul Scholes, miðvallarleikmaður Manchester United, sagðist í dag ekki sjá eftir því að hafa lagt landsliðsskóna á hilluna og að hann myndi ekki skipta um skoðun. Scholes, sem skoraði 14 mörk í 66 landsleikjum, tilkynnti það eftir EM síðastliðið sumar að ætlaði að hætta að leika með landsliðinu. Þjálfari landsliðsins, Svíinn Sven Goran Eriksson, hefur þegar reynt að snúa hug hans, en án árangurs. "Mér finnst ég hafa tekið rétta ákvörðun," sagði Scholes í samtali við MUTV. "Auðvitað sakna ég þess stundum að spila ekki þegar ég sé strákana í sjónvarpinu, en ég hef ekki skipt um skoðun og mun ekki gera það. Þó auðvitað sé gaman að fólk vilji fá mann aftur, þá mun það ekki gerast. Ég er ánægður með þessa ákvörðun mína og þannig verður það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×