Sport

Cisse farinn að æfa á ný

Franski sóknarmaðurinn Djibril Cisse hjá Liverpool hefur náð sér fyrr en nokkur þorði að vona, eftir hræðilegt fótbrot sem hann hlaut í leik Liverpool og Blackburn í haust. Útilokað þótti að kappinn kæmi til leiks á þessu tímabili eftir brotið og margir tóku svo djúpt í árina að segja að hann hafi verið heppinn að halda löppinni eftir meiðslin, sem voru mjög alvarleg.  Bati leikmannsins hefur hinsvegar verið með ólíkindum og er hann nú farinn að æfa með liðinu. Forráðamenn Liverpool hafa jafnvel látið hafa eftir sér að ekki sé loku fyrir það skotið að hann geti leikið eitthvað við liðinu á þessari leiktíð.  "Við verðum að sjálfssögðu að ráðfæra okkur við lækna áður en ákvörðun verður tekin í málinu, en bati hans og endurhæfing hafa verið ótrúleg og eru til marks um ástríðu hans og einlægan ásetning til að leika með liðinu," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×