Sport

Mourinho fær bann og sekt

Jose Mourinho hefur verið fundinn sekur um lygar af evrópska knattspyrnusambandinu og fær fyrir vikið tveggja leikja bann og tæplega 9000 punda sekt. Mourinho setti allt í háa loft eftir fyrri leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum, þegar hann sagðist hafa séð Frank Rijkaard, stjóra Barcelona fara inn í búningsherbergi dómarans í hálfleik og hafði málið alvarlega afleiðingar í för með sér, sem leiddu meðal annars til þess að dómarinn Anders Frisk ákvað að hætta að dæma knattspyrnuleiki. Evrópska knattspyrnusambandið hóf rannsókn á málinu um daginn og kærðu Mourinho í kjölfarið.  Nú hefur fyrrgreindur dómur verið kveðinn upp í málinu og fengu aðstoðarmenn Mourinho einnig áminningu fyrir þátt sinn í málinu. Það er því ljóst að portúgalski stjórinn þarf að fylgjast með báðum leikjum Chelsea og Bayern Munchen í átta liða úrslitunum úr stúkunni og fær hvergi að koma nálægt liðinu á meðan á leikjunum stendur, sem gæti hægilega sett strik í reikninginn fyrir liðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×