Sport

Hagnaður hjá Tottenham

Hagnaður Tottenham Hotspur í ensku Úrvalsdeildinni varð um ein milljón punda á síðari helmingi síðasta árs, fyrir skatta.  Frá þessu greindi félagið í dag og Daniel Levy, stjórnarformaður var hæstánægður með tölurnar.  "Við erum ánægðir að heyra að hagnaður sé hjá félaginu og hann er liður viðleitni okkar til að bæta reksturinn. Taka verður með í þessar tölur að við erum búnir að vera að fjárfesta í ungum leikmönnum fyrir framtíðina og verið er að bæta uppgang á öllum sviðum hjá klúbbnum," sagði Levy.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×