Erlent

Afar afdrifaríkur árekstur

Tuttugu og sjö manns létu lífið og flytja þurfti nærri þrjú hundruð á sjúkrahús þegar flutningabíll, hlaðinn klórblöndu, lenti í árekstri á hraðbraut í austurhluta Kína í gær. Meira en tíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í nágrenninu vegna hættu af völdum eiturgufu sem hefur lagst yfir svæðið. Í flutningabílnum voru ríflega þrjátíu tonn af klórblöndu þegar dekk á honum sprakk sem olli því að hann klessti á annan flutningabíl, með þeim afleiðingum að eiturgufur dreifðust um stórt svæði. Ökumaður annars bílsins lést þegar í stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×