Sport

Pennant laus úr grjótinu

Jermaine Pennant, leikmaður Arsenal og lánsmaður hjá Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið látinn laus úr fangelsi þar sem hann hefur fengið að dúsa í rúman mánuð. Kantmaðurinn knái var hirtur af lögreglu á dögunum fyrir ölvunarakstur og þar sem um ítrekað brot var að ræða, fékk hann fangelsisdóm.  Hann hefur nú verið látinn laus á skilorði eftir að hafa afplánað einn af þremur mánuðum. Pennant sagðist í viðtali eftir að hann var látinn laus, hlakka til að reima á sig skóna og byrja að æfa á ný og kveðst staðráðinn í að ná fótanna í lífinu á ný eftir axarsköftin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×