Erlent

Seldi nafn sitt á eBay

Goldenpalace.com er þrjátíu og þriggja ára gömul fimm barna móðir frá Tennessee og hét áður því venjulega nafni Terri Iligan. Hún fékk þá hugmynd að selja hæstbjóðanda nafnið sitt þegar hún komst að því hvað það myndi kosta að senda eitt barna sinna í sama golfskóla og Tiger Woods sótti þegar hann var lítill. Konan segist ekki hafa getað selt neina líkamsparta eins og margir hafi gert og því hafi henni dottið í hug að selja nafnið sitt. „Ég setti það því á uppboð og fékk alls konar tilboð innan sólarhrings,“ segir Goldenpalace.com. Hæsta boð hljóðaði upp á 930 þúsund íslenskar krónur og Terri, fyrrverandi, var ekki lengi að stökkva á boðið. Goldenpalace.com segist njóta stuðnings fjölskyldu sinnar í þessu uppátæki en segir að börnin sín vilji samt helst kalla hana mömmu áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×