Sport

Schumacher spenntur

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, segist ekki geta beðið eftir að reyna nýja bílinn frá Ferrari í Bahrain um næstu helgi. Komu nýja bílsins var flýtt til að stemma stigu við aukinni samkeppni í keppnunum tveimur sem afstaðnar eru í ár, en þar hefur lið Renault verið í sérflokki. Schumacher er mjög spenntur að vita hvernig nýji bíllinn kemur út í keppni og hefur tröllatrú á tækinu.  "Við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt í byrjun, því við vorum að keppa á bílnum frá í fyrra.  Hin liðin eins og Renault hafa verið að koma mjög sterk inn í ár, en við missum okkur ekki í neitt óðagot - við vitum að það er langt eftir af tímabilinu sem stefnir í að verða eitt opnasta tímabil í mörg ár," sagði Þjóðverjinn sigursæli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×