Sport

Blackburn leitar að framherja

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburnliðsins í ensku úrvalsdeildinni, hyggst næla sér í framherja þegar opnað verður fyrir leikmannaflutninga í sumar. Paul Dickov er markahæstur Blackburn með 10 mörk á leiktíðinni og segir Hughes að hann vilji fá rétta manninn til að leika samhliða Dickov. "Við höfum ekki skorað jafn mikið af mörkum og okkur hefur langað til og okkur langar að ná framförum hvað þetta snertir fyrir næsta tímabil," sagði Hughes en vildi þó ekki nefna nein nöfn í nýhafinni framherjaleit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×