Fischer bjartsýnn á framtíð sína 25. mars 2005 00:01 Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Fischer lét blaðamenn bíða aðeins eftir sér, eins og hans er kannski von og vísa inn. Hann fór hægt af stað en síðan kjaftaði á honum hver tuska í á aðra klukkustund, svo mjög að sumum fannst nóg um, enda er Fischer ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum. Það er augljóst að Fischer er frelsinu feginn. Hann sagði mjög ánægjulegt að vakna upp sem Íslendingur, sérstaklega þar sem hann hafi verið í japönskum fangaklefa. Hann var búinn að láta skerða hár sitt og skegg síðan í gær og kvaðst ætla að taka það rólega næstu daga og njóta frelsisins. Skákmeistarinn vildi ekki ræða það hvort unnusta hans myndi dvelja með honum hér á landi en hann sér fyrir sér bjarta framtíð á Íslandi. „Ég held að hún verði mjög góð. Landið er frábært. Hreina loftið er yndislegt og fólkið mjög gott. Maturinn er framúrskarandi og hér er nóg pláss,“ sagði Fischer. Spurður hvort hann ætlaði að kaupa einhverjar fasteignir hér á landi sagðist hann ekki hafa tekið ákvörðun um það. Fischer tók það margoft fram á fundinum að hann hefði ekki áhuga á skák lengur, hann telur hana vera komna í ógöngur og segir einvígi vera fyrirfram skipulögð leik fyrir leik. Hann er þó ekki í vafa um hver sé besti skákmaður heims. „Ég tefli ekki lengur gömlu skákina en ef ég gerði það væri ég auðvitað ennþá bestur. Hún vekur engan áhuga hjá mér því maður þarf að eyða tímanum í að leggja óteljandi afbrigði á minnið. Það er heimskulegt,“ sagði Fischer. Hann tók þó nokkrar skákir við samfanga sína frá Myanmar meðan á fangavistinni stóð og vann alltaf, að sögn. Stór hluti blaðamannafundarins fór í það sem kalla má samtal bandarískra blaðamanna og Fischers en þeir vildu fá skýringu á því hvers vegna Fischer hatist svona við gyðinga og níði þá niður við hvert tækifæri. Niðurstaðan var í sjálfu sér engin - í stuttu máli þá hafa skoðanir Fischers ekki breyst á nokkurn hátt. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Fischer lét blaðamenn bíða aðeins eftir sér, eins og hans er kannski von og vísa inn. Hann fór hægt af stað en síðan kjaftaði á honum hver tuska í á aðra klukkustund, svo mjög að sumum fannst nóg um, enda er Fischer ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum. Það er augljóst að Fischer er frelsinu feginn. Hann sagði mjög ánægjulegt að vakna upp sem Íslendingur, sérstaklega þar sem hann hafi verið í japönskum fangaklefa. Hann var búinn að láta skerða hár sitt og skegg síðan í gær og kvaðst ætla að taka það rólega næstu daga og njóta frelsisins. Skákmeistarinn vildi ekki ræða það hvort unnusta hans myndi dvelja með honum hér á landi en hann sér fyrir sér bjarta framtíð á Íslandi. „Ég held að hún verði mjög góð. Landið er frábært. Hreina loftið er yndislegt og fólkið mjög gott. Maturinn er framúrskarandi og hér er nóg pláss,“ sagði Fischer. Spurður hvort hann ætlaði að kaupa einhverjar fasteignir hér á landi sagðist hann ekki hafa tekið ákvörðun um það. Fischer tók það margoft fram á fundinum að hann hefði ekki áhuga á skák lengur, hann telur hana vera komna í ógöngur og segir einvígi vera fyrirfram skipulögð leik fyrir leik. Hann er þó ekki í vafa um hver sé besti skákmaður heims. „Ég tefli ekki lengur gömlu skákina en ef ég gerði það væri ég auðvitað ennþá bestur. Hún vekur engan áhuga hjá mér því maður þarf að eyða tímanum í að leggja óteljandi afbrigði á minnið. Það er heimskulegt,“ sagði Fischer. Hann tók þó nokkrar skákir við samfanga sína frá Myanmar meðan á fangavistinni stóð og vann alltaf, að sögn. Stór hluti blaðamannafundarins fór í það sem kalla má samtal bandarískra blaðamanna og Fischers en þeir vildu fá skýringu á því hvers vegna Fischer hatist svona við gyðinga og níði þá niður við hvert tækifæri. Niðurstaðan var í sjálfu sér engin - í stuttu máli þá hafa skoðanir Fischers ekki breyst á nokkurn hátt.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira