Fischer bjartsýnn á framtíð sína 25. mars 2005 00:01 Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Fischer lét blaðamenn bíða aðeins eftir sér, eins og hans er kannski von og vísa inn. Hann fór hægt af stað en síðan kjaftaði á honum hver tuska í á aðra klukkustund, svo mjög að sumum fannst nóg um, enda er Fischer ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum. Það er augljóst að Fischer er frelsinu feginn. Hann sagði mjög ánægjulegt að vakna upp sem Íslendingur, sérstaklega þar sem hann hafi verið í japönskum fangaklefa. Hann var búinn að láta skerða hár sitt og skegg síðan í gær og kvaðst ætla að taka það rólega næstu daga og njóta frelsisins. Skákmeistarinn vildi ekki ræða það hvort unnusta hans myndi dvelja með honum hér á landi en hann sér fyrir sér bjarta framtíð á Íslandi. „Ég held að hún verði mjög góð. Landið er frábært. Hreina loftið er yndislegt og fólkið mjög gott. Maturinn er framúrskarandi og hér er nóg pláss,“ sagði Fischer. Spurður hvort hann ætlaði að kaupa einhverjar fasteignir hér á landi sagðist hann ekki hafa tekið ákvörðun um það. Fischer tók það margoft fram á fundinum að hann hefði ekki áhuga á skák lengur, hann telur hana vera komna í ógöngur og segir einvígi vera fyrirfram skipulögð leik fyrir leik. Hann er þó ekki í vafa um hver sé besti skákmaður heims. „Ég tefli ekki lengur gömlu skákina en ef ég gerði það væri ég auðvitað ennþá bestur. Hún vekur engan áhuga hjá mér því maður þarf að eyða tímanum í að leggja óteljandi afbrigði á minnið. Það er heimskulegt,“ sagði Fischer. Hann tók þó nokkrar skákir við samfanga sína frá Myanmar meðan á fangavistinni stóð og vann alltaf, að sögn. Stór hluti blaðamannafundarins fór í það sem kalla má samtal bandarískra blaðamanna og Fischers en þeir vildu fá skýringu á því hvers vegna Fischer hatist svona við gyðinga og níði þá niður við hvert tækifæri. Niðurstaðan var í sjálfu sér engin - í stuttu máli þá hafa skoðanir Fischers ekki breyst á nokkurn hátt. Fréttir Innlent Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Fischer lét blaðamenn bíða aðeins eftir sér, eins og hans er kannski von og vísa inn. Hann fór hægt af stað en síðan kjaftaði á honum hver tuska í á aðra klukkustund, svo mjög að sumum fannst nóg um, enda er Fischer ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum. Það er augljóst að Fischer er frelsinu feginn. Hann sagði mjög ánægjulegt að vakna upp sem Íslendingur, sérstaklega þar sem hann hafi verið í japönskum fangaklefa. Hann var búinn að láta skerða hár sitt og skegg síðan í gær og kvaðst ætla að taka það rólega næstu daga og njóta frelsisins. Skákmeistarinn vildi ekki ræða það hvort unnusta hans myndi dvelja með honum hér á landi en hann sér fyrir sér bjarta framtíð á Íslandi. „Ég held að hún verði mjög góð. Landið er frábært. Hreina loftið er yndislegt og fólkið mjög gott. Maturinn er framúrskarandi og hér er nóg pláss,“ sagði Fischer. Spurður hvort hann ætlaði að kaupa einhverjar fasteignir hér á landi sagðist hann ekki hafa tekið ákvörðun um það. Fischer tók það margoft fram á fundinum að hann hefði ekki áhuga á skák lengur, hann telur hana vera komna í ógöngur og segir einvígi vera fyrirfram skipulögð leik fyrir leik. Hann er þó ekki í vafa um hver sé besti skákmaður heims. „Ég tefli ekki lengur gömlu skákina en ef ég gerði það væri ég auðvitað ennþá bestur. Hún vekur engan áhuga hjá mér því maður þarf að eyða tímanum í að leggja óteljandi afbrigði á minnið. Það er heimskulegt,“ sagði Fischer. Hann tók þó nokkrar skákir við samfanga sína frá Myanmar meðan á fangavistinni stóð og vann alltaf, að sögn. Stór hluti blaðamannafundarins fór í það sem kalla má samtal bandarískra blaðamanna og Fischers en þeir vildu fá skýringu á því hvers vegna Fischer hatist svona við gyðinga og níði þá niður við hvert tækifæri. Niðurstaðan var í sjálfu sér engin - í stuttu máli þá hafa skoðanir Fischers ekki breyst á nokkurn hátt.
Fréttir Innlent Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira