Sport

Átta sundmenn úr Ægi til Andorra

Stjórn SSÍ hefur nú samþykkt tillögu Landsliðsnefndar yfir þá sundmenn sem keppa fyrir hönd Íslands í sundi á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Andorra í upphafi sumars. Flestir sundmenn komu úr Sundfélaginu Ægi eða alls átta manns en athygli vekur að Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir kemst ekki í landsliðið að þessu sinni. Konur: Anja Ríkey Jakobsdóttir (Ægi) Auður Sif Jónsdóttir (Ægi) Ásbjörg Gústafsdóttir (Ægi) Erla Dögg Haraldsdóttir (ÍRB) Helena Ósk Ívarsdóttir (ÍRB) Jóhanna Gerða Gústafsdóttir (Ægi) Ragnheiður Ragnarsdóttir (SH) Sigrún Brá Sverrisdóttir (Fjölni) Karlar: Árni Már Árnason (Ægi) Birkir Már Jónsson (ÍRB) Hjörtur Már Reynisson (KR) Hilmar Pétur Sigurðsson (ÍRB) Jakob Jóhann Sveinsson (Ægi) Jón Símon Gíslason (Ægi) Kjartan Hrafnkelsson (Ægi) Örn Arnarson (SH) Varamenn voru einnig valdir sem koma inn í hópinn ef einhver ofangreindra detta út og eru það þau Oddur Örnólfsson (Ægi), Baldur Snær Jónsson (Ægi), Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir (ÍA) og Eva Hannesdóttir (KR). SSÍ sendir tvo keppendur í hverja grein og verður það kynnt nánar síðar hvaða greinar hver syndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×