Sport

Corrales þolir ekki högg

Jose Luis Castillo er kokhraustur fyrir bardaga sinn gegn fjaðurvigtarmeistaranum Diego Corrales. Castillo segist vera spenntur fyrir bardaganum og segir Corrales ekki geta tekið við höggum. "Ég er mjög spenntur yfir því að fá loksins tækifæri á að boxa gegn Corrales," sagði Castillo. "Hann er sterkur boxari en hann stendur alltaf beint fyrir framan þig. Hann getur ekki tekið við höggum og því mun þetta verða rothöggsbardagi og ég mun vinna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×