Erlent

Geimfarasviti á hamfarasvæðin

Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur fundið nýstárlega leið til vatnsframleiðslu sem verður tekin í gagnið á næstu mánuðum. Stofnun á hennar vegum hefur fundið upp aðferð til að vinna ferskt og hreint vatn úr svita, andardrætti og jafnvel þvagi geimfara. Dýrt er að flytja vatn til geimstöðva og því var þessi tækni þróuð. Áður en búnaðurinn verður tekinn í notkun út í geimnum verður hann hins vegar prófaður á svæðum þar sem hreint vatn er af skornum skammti, til dæmis á flóðasvæðunum við Indlandshaf, þar sem vatnsból á stóru svæði skemmdust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×