Er vit í þessu? Guðmundur Magnússon skrifar 21. mars 2005 00:01 Það var víst sannkölluð þjóðhátíðarstemmning á Siglufirði á laugardaginn þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem einnig er þingmaður kjördæmisins, tilkynnti að hafist yrði handa um gerð Héðinsfjarðarganga á næsta ári og göngin opnuð í árslok 2009. Þessar framkvæmdir áttu sem kunnugt er að hefjast fyrir tveimur árum en var þá frestað í sparnaðarskyni við við mikil og almenn mótmæli og óánægju Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og annarra íbúa á Norðurlandi vestra. Um það er ekki deilt að göngin sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð eru mikil samgöngubót, ekki síst að vetrarlagi. Og fleira hangir á spýtunni að sögn sveitarstjórnarmanna fyrir norðan; göngin skapa grundvöll fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, samstarfi fyrirtækja og stóraukinni ferðaþjónustu. Rök Sturlu Böðvarssonar fyrir framkvæmdunum eru þau að nauðsynlegt sé að landið sé allt byggt. Hann sér göngin sem lið í að efla Eyjafjarðarsvæðið, frá Siglufirði til Akureyrar, sem eðlilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Nýta þurfi fjárfestingar á svæðinu og til þess þurfi greiðar samgöngur. Og líklegt er að í kjölfar framkvæmdanna verði ekki aðeins um að ræða aukna nýtingu fjárfestinga sem þegar eru komnar til sögu. Þegar heyrast raddir um að göngin kalli á margs konar uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu, fleiri skóli, fleiri sjúkrastofnanir og annað af því tagi, Eins og með aðrar svokallaðar byggðaframkvæmdir er þverpólitísk samstaða um Héðinsfjarðargöngin. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna höfðu gagnrýnt frestun þeirra á sínum tíma. Þeir fjölmenntu á fagnaðarhátina á Siglufirði og föðuðu samgönguráðherra. Göngin kosta sitt. Áætlunin hljóðar upp á 7 milljarða króna. Íbúar á Siglufirði, sem helst munu njóta ganganna, eru innan við 1.400 að tölu og hefur farið fækkandi með hverju árinu. Ef heildarupphæðinni er deilt á íbúana koma 5 milljónir í hlut hvers bæjarbúa eða 20 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar munu 350 bílar fara um Héðinsfjarðargöng á sólarhring. Ekki verða innheimt veggjöld eins og í Hvalfjarðargöngum suðvestanlands. Um þau fara næstum fjögur þúsund bílar á sólarhring og hver og einn bílstjóri sem ekki kaupir miða í áskrift þarf að greiða 1000 krónur fyrir ferðina. Þær raddir hafa heyrst - og ekki í fyrsta sinn núna þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir - að Héðinsfjarðargöng séu tóm vitleysa, sóun almannafjár og jafnvel móðgun við íbúa annars staðar á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sárvantar samgöngumannvirki. Sumir tala um Héðinsfjarðargöng sem þverpólitíska spillingu á háu stigi. Sagt er að landsmenn hafi enga ástæðu til að fagna með Siglfirðingum. Einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar, Egill Helgason, kenndur við Silfrið á Stöð tvö, kallar Siglufjarðargöngin "skrípaleik" á vefsíðu sinni í gær. Hér má lesa pistil Egils og hinar líflegu umræður sem sköpuðust um hann. Hvað finnst lesendum Skoðana á Visi um málið? Hittir Egill í mark eða eru ummæli hans vanhugsuð, jafnvel fordómafull? Orðið er laust til frekari umfjöllunar. gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var víst sannkölluð þjóðhátíðarstemmning á Siglufirði á laugardaginn þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem einnig er þingmaður kjördæmisins, tilkynnti að hafist yrði handa um gerð Héðinsfjarðarganga á næsta ári og göngin opnuð í árslok 2009. Þessar framkvæmdir áttu sem kunnugt er að hefjast fyrir tveimur árum en var þá frestað í sparnaðarskyni við við mikil og almenn mótmæli og óánægju Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og annarra íbúa á Norðurlandi vestra. Um það er ekki deilt að göngin sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð eru mikil samgöngubót, ekki síst að vetrarlagi. Og fleira hangir á spýtunni að sögn sveitarstjórnarmanna fyrir norðan; göngin skapa grundvöll fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, samstarfi fyrirtækja og stóraukinni ferðaþjónustu. Rök Sturlu Böðvarssonar fyrir framkvæmdunum eru þau að nauðsynlegt sé að landið sé allt byggt. Hann sér göngin sem lið í að efla Eyjafjarðarsvæðið, frá Siglufirði til Akureyrar, sem eðlilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Nýta þurfi fjárfestingar á svæðinu og til þess þurfi greiðar samgöngur. Og líklegt er að í kjölfar framkvæmdanna verði ekki aðeins um að ræða aukna nýtingu fjárfestinga sem þegar eru komnar til sögu. Þegar heyrast raddir um að göngin kalli á margs konar uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu, fleiri skóli, fleiri sjúkrastofnanir og annað af því tagi, Eins og með aðrar svokallaðar byggðaframkvæmdir er þverpólitísk samstaða um Héðinsfjarðargöngin. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna höfðu gagnrýnt frestun þeirra á sínum tíma. Þeir fjölmenntu á fagnaðarhátina á Siglufirði og föðuðu samgönguráðherra. Göngin kosta sitt. Áætlunin hljóðar upp á 7 milljarða króna. Íbúar á Siglufirði, sem helst munu njóta ganganna, eru innan við 1.400 að tölu og hefur farið fækkandi með hverju árinu. Ef heildarupphæðinni er deilt á íbúana koma 5 milljónir í hlut hvers bæjarbúa eða 20 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar munu 350 bílar fara um Héðinsfjarðargöng á sólarhring. Ekki verða innheimt veggjöld eins og í Hvalfjarðargöngum suðvestanlands. Um þau fara næstum fjögur þúsund bílar á sólarhring og hver og einn bílstjóri sem ekki kaupir miða í áskrift þarf að greiða 1000 krónur fyrir ferðina. Þær raddir hafa heyrst - og ekki í fyrsta sinn núna þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir - að Héðinsfjarðargöng séu tóm vitleysa, sóun almannafjár og jafnvel móðgun við íbúa annars staðar á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sárvantar samgöngumannvirki. Sumir tala um Héðinsfjarðargöng sem þverpólitíska spillingu á háu stigi. Sagt er að landsmenn hafi enga ástæðu til að fagna með Siglfirðingum. Einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar, Egill Helgason, kenndur við Silfrið á Stöð tvö, kallar Siglufjarðargöngin "skrípaleik" á vefsíðu sinni í gær. Hér má lesa pistil Egils og hinar líflegu umræður sem sköpuðust um hann. Hvað finnst lesendum Skoðana á Visi um málið? Hittir Egill í mark eða eru ummæli hans vanhugsuð, jafnvel fordómafull? Orðið er laust til frekari umfjöllunar. gm@frettabladid.is.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun