Erlent

Dæmt fyrir lágar launagreiðslur

Danski vinnumáladómstóllinn hefur dæmt pólskt fyrirtæki, sem er í eigu Dana, í fjársektir fyrir að hafa greitt fjórum pólskum byggingaverkamönnunum sínum í Danmörku allt of lág laun. Það var fyrirtæki í danska byggingariðnaðinum sem kærði málið, m.a. á grundvelli þess að pólsku starfsmennirnir hefðu ekki heldur rétt fagréttindi. Sektin nemur þremur og hálfri milljón íslenskra króna og rennur að mestu til að gera sómasamlega upp við pólsku starfsmennina. Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar í Danmörku og að sögn Jótlandspóstsins sagði dómarinn að þetta væru skýr skilaboð um að slíkt verði ekki liðið framvegis í Danmörku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×