Stofna hagsmunasamtök 20. mars 2005 00:01 Fyrirhuguð er stofnun Félags starfsmanna á fasteignasölum til að standa vörð um lögvarinn rétt starfsmanna til að starfa við fasteignasölu í umboði og á ábyrgð löggilts fasteignasala. Félagið á einnig að vera hagsmunasamtök og vinna að betra verklagi og bæta ímynd stéttarinnar. Guðmundur Andri Skúlason, starfsmaður á Hóli fasteignasölu, skrifar undir auglýsingu um helgina þar sem stofnun félagsins er tilkynnt og óskað eftir áhugasömum til samstarfs. Að hópnum standa starfsmenn á fjölmennum fasteignasölum og löggiltir fasteignasalar. Guðmundur segir að fjölmargir hafi haft samband en of snemmt sé að segja til um hvenær stofnfundurinn verði haldinn. Hann segir að mikil óánægja sé meðal starfsmanna á fasteignasölum um þá stefnu Félags fasteignasala að sérþekking löggiltra fasteignasala á öllum stigum kaup- og söluferlis sé allri annarri þekkingu og menntun æðri. Verið sé að þrengja að öðrum starfsmönnum á fasteignasölum. "Búið er að móta stefnuna. Með auglýsingunni er fyrsta skrefið stigið," segir hann og telur félagið tilbúið að vinna með Félagi fasteignasala ef fasteignasalar "láta af þessum vitleysisgangi". Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir að löggiltir fasteignasalar séu ekki að vega að starfsheiðri eða starfsreynslu sölumanna á fasteignasölum en reynt sé að vekja löggilta fasteignasala til umhugsunar um að framselja ekki störf sín of mikið til þessa fólks. Hvorki viðskiptafræðingar né lögmenn hafi næga menntun til að sinna fasteignasölu en lögmenn hafi vissulega ágætan grunn að byggja á. "Þeir eru ekki sérfræðingar í fasteignasölu. Til þess þurfa þeir að mennta sig í því. Það er akkúrat það sem slagurinn stendur um," segir hann og bætir við að telji starfsmenn á fasteignasölum þrengt að sér hafi þeir "klárlega verið að fara langt út fyrir sínar heimildir í störfum sínum. Það er merki um það". Fréttir Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fyrirhuguð er stofnun Félags starfsmanna á fasteignasölum til að standa vörð um lögvarinn rétt starfsmanna til að starfa við fasteignasölu í umboði og á ábyrgð löggilts fasteignasala. Félagið á einnig að vera hagsmunasamtök og vinna að betra verklagi og bæta ímynd stéttarinnar. Guðmundur Andri Skúlason, starfsmaður á Hóli fasteignasölu, skrifar undir auglýsingu um helgina þar sem stofnun félagsins er tilkynnt og óskað eftir áhugasömum til samstarfs. Að hópnum standa starfsmenn á fjölmennum fasteignasölum og löggiltir fasteignasalar. Guðmundur segir að fjölmargir hafi haft samband en of snemmt sé að segja til um hvenær stofnfundurinn verði haldinn. Hann segir að mikil óánægja sé meðal starfsmanna á fasteignasölum um þá stefnu Félags fasteignasala að sérþekking löggiltra fasteignasala á öllum stigum kaup- og söluferlis sé allri annarri þekkingu og menntun æðri. Verið sé að þrengja að öðrum starfsmönnum á fasteignasölum. "Búið er að móta stefnuna. Með auglýsingunni er fyrsta skrefið stigið," segir hann og telur félagið tilbúið að vinna með Félagi fasteignasala ef fasteignasalar "láta af þessum vitleysisgangi". Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir að löggiltir fasteignasalar séu ekki að vega að starfsheiðri eða starfsreynslu sölumanna á fasteignasölum en reynt sé að vekja löggilta fasteignasala til umhugsunar um að framselja ekki störf sín of mikið til þessa fólks. Hvorki viðskiptafræðingar né lögmenn hafi næga menntun til að sinna fasteignasölu en lögmenn hafi vissulega ágætan grunn að byggja á. "Þeir eru ekki sérfræðingar í fasteignasölu. Til þess þurfa þeir að mennta sig í því. Það er akkúrat það sem slagurinn stendur um," segir hann og bætir við að telji starfsmenn á fasteignasölum þrengt að sér hafi þeir "klárlega verið að fara langt út fyrir sínar heimildir í störfum sínum. Það er merki um það".
Fréttir Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira