Hart deilt á lóðaúthlutun 20. mars 2005 00:01 Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira