Tími kominn til aðgerða 20. mars 2005 00:01 "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir af þessu taginu koma eins og blaut tuska framan í almenning og að mínu mati er kominn tími til aðgerða," segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri sælgætisverksmiðjunnar Góu-Lindu. Helgi hefur um skeið látið málefni lífeyrissjóðanna til sín taka og birti í fyrradag heilsíðuauglýsingu þar sem hann gagnrýnir að lífeyrisgreiðendur hafi greitt þær 43 milljónir króna sem Jóhannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, fékk greiddar við starfslok sín. Helga blöskrar að það geti átt sér stað árið 2005 að háttsettir menn leiki sér með þessu móti með peninga almennings. "Þetta er helber skrípaleikur enda veit ég ekki um eitt einasta einkafyrirtæki þar sem menn fá rúmar 40 milljónir króna fyrir það eitt að taka pokann sinn þegar illa gengur. Ég vil sjá að tekið sé á málum sem þessum enda er að mínu viti þarna farið á afar grátt svæði gagnvart lífeyrisgreiðendum og ég spyr hvað sé þjófnaður og hvað ekki." Helgi segir forkastanlegt að fara svona með það fé sem lífeyrisgreiðendur gjaldi sjóðnum en hann hefur áður bent á dæmi um rausnarlegar lokagreiðslur lífeyrissjóðanna. "Fólk má ekki sofna á verðinum enda eru þetta peningarnir okkar og þegar misgóðir menn gera sér mat úr þeim er mál að heimta réttlæti. Er einhver vinnandi maður sem ekki myndi setja spurningamerki við það ef teknar yrðu 25 þúsund krónur af launum hans hver mánaðamót og hann væri engu nær um í hvað það færi? Ég fullyrði að enginn félagsmaður hefði skrifað undir að greiða framkvæmdastjóra fleiri tugi milljóna við starfslok. Tími er kominn til aðgerða." Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður núverandi stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins, segist hafa orðið var við mikil illindi vegna starfslokasamningsins en lögmæti hans hafi verið kannað og niðurstaðan sé sú að ekkert sé hægt að gera. "Sá eini sem getur breytt því sem orðið er er Jóhannes Sigurgeirsson sjálfur." Fréttir Innlent Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
"Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir af þessu taginu koma eins og blaut tuska framan í almenning og að mínu mati er kominn tími til aðgerða," segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri sælgætisverksmiðjunnar Góu-Lindu. Helgi hefur um skeið látið málefni lífeyrissjóðanna til sín taka og birti í fyrradag heilsíðuauglýsingu þar sem hann gagnrýnir að lífeyrisgreiðendur hafi greitt þær 43 milljónir króna sem Jóhannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, fékk greiddar við starfslok sín. Helga blöskrar að það geti átt sér stað árið 2005 að háttsettir menn leiki sér með þessu móti með peninga almennings. "Þetta er helber skrípaleikur enda veit ég ekki um eitt einasta einkafyrirtæki þar sem menn fá rúmar 40 milljónir króna fyrir það eitt að taka pokann sinn þegar illa gengur. Ég vil sjá að tekið sé á málum sem þessum enda er að mínu viti þarna farið á afar grátt svæði gagnvart lífeyrisgreiðendum og ég spyr hvað sé þjófnaður og hvað ekki." Helgi segir forkastanlegt að fara svona með það fé sem lífeyrisgreiðendur gjaldi sjóðnum en hann hefur áður bent á dæmi um rausnarlegar lokagreiðslur lífeyrissjóðanna. "Fólk má ekki sofna á verðinum enda eru þetta peningarnir okkar og þegar misgóðir menn gera sér mat úr þeim er mál að heimta réttlæti. Er einhver vinnandi maður sem ekki myndi setja spurningamerki við það ef teknar yrðu 25 þúsund krónur af launum hans hver mánaðamót og hann væri engu nær um í hvað það færi? Ég fullyrði að enginn félagsmaður hefði skrifað undir að greiða framkvæmdastjóra fleiri tugi milljóna við starfslok. Tími er kominn til aðgerða." Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður núverandi stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins, segist hafa orðið var við mikil illindi vegna starfslokasamningsins en lögmæti hans hafi verið kannað og niðurstaðan sé sú að ekkert sé hægt að gera. "Sá eini sem getur breytt því sem orðið er er Jóhannes Sigurgeirsson sjálfur."
Fréttir Innlent Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira