Tími kominn til aðgerða 20. mars 2005 00:01 "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir af þessu taginu koma eins og blaut tuska framan í almenning og að mínu mati er kominn tími til aðgerða," segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri sælgætisverksmiðjunnar Góu-Lindu. Helgi hefur um skeið látið málefni lífeyrissjóðanna til sín taka og birti í fyrradag heilsíðuauglýsingu þar sem hann gagnrýnir að lífeyrisgreiðendur hafi greitt þær 43 milljónir króna sem Jóhannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, fékk greiddar við starfslok sín. Helga blöskrar að það geti átt sér stað árið 2005 að háttsettir menn leiki sér með þessu móti með peninga almennings. "Þetta er helber skrípaleikur enda veit ég ekki um eitt einasta einkafyrirtæki þar sem menn fá rúmar 40 milljónir króna fyrir það eitt að taka pokann sinn þegar illa gengur. Ég vil sjá að tekið sé á málum sem þessum enda er að mínu viti þarna farið á afar grátt svæði gagnvart lífeyrisgreiðendum og ég spyr hvað sé þjófnaður og hvað ekki." Helgi segir forkastanlegt að fara svona með það fé sem lífeyrisgreiðendur gjaldi sjóðnum en hann hefur áður bent á dæmi um rausnarlegar lokagreiðslur lífeyrissjóðanna. "Fólk má ekki sofna á verðinum enda eru þetta peningarnir okkar og þegar misgóðir menn gera sér mat úr þeim er mál að heimta réttlæti. Er einhver vinnandi maður sem ekki myndi setja spurningamerki við það ef teknar yrðu 25 þúsund krónur af launum hans hver mánaðamót og hann væri engu nær um í hvað það færi? Ég fullyrði að enginn félagsmaður hefði skrifað undir að greiða framkvæmdastjóra fleiri tugi milljóna við starfslok. Tími er kominn til aðgerða." Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður núverandi stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins, segist hafa orðið var við mikil illindi vegna starfslokasamningsins en lögmæti hans hafi verið kannað og niðurstaðan sé sú að ekkert sé hægt að gera. "Sá eini sem getur breytt því sem orðið er er Jóhannes Sigurgeirsson sjálfur." Fréttir Innlent Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
"Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir af þessu taginu koma eins og blaut tuska framan í almenning og að mínu mati er kominn tími til aðgerða," segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri sælgætisverksmiðjunnar Góu-Lindu. Helgi hefur um skeið látið málefni lífeyrissjóðanna til sín taka og birti í fyrradag heilsíðuauglýsingu þar sem hann gagnrýnir að lífeyrisgreiðendur hafi greitt þær 43 milljónir króna sem Jóhannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, fékk greiddar við starfslok sín. Helga blöskrar að það geti átt sér stað árið 2005 að háttsettir menn leiki sér með þessu móti með peninga almennings. "Þetta er helber skrípaleikur enda veit ég ekki um eitt einasta einkafyrirtæki þar sem menn fá rúmar 40 milljónir króna fyrir það eitt að taka pokann sinn þegar illa gengur. Ég vil sjá að tekið sé á málum sem þessum enda er að mínu viti þarna farið á afar grátt svæði gagnvart lífeyrisgreiðendum og ég spyr hvað sé þjófnaður og hvað ekki." Helgi segir forkastanlegt að fara svona með það fé sem lífeyrisgreiðendur gjaldi sjóðnum en hann hefur áður bent á dæmi um rausnarlegar lokagreiðslur lífeyrissjóðanna. "Fólk má ekki sofna á verðinum enda eru þetta peningarnir okkar og þegar misgóðir menn gera sér mat úr þeim er mál að heimta réttlæti. Er einhver vinnandi maður sem ekki myndi setja spurningamerki við það ef teknar yrðu 25 þúsund krónur af launum hans hver mánaðamót og hann væri engu nær um í hvað það færi? Ég fullyrði að enginn félagsmaður hefði skrifað undir að greiða framkvæmdastjóra fleiri tugi milljóna við starfslok. Tími er kominn til aðgerða." Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður núverandi stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins, segist hafa orðið var við mikil illindi vegna starfslokasamningsins en lögmæti hans hafi verið kannað og niðurstaðan sé sú að ekkert sé hægt að gera. "Sá eini sem getur breytt því sem orðið er er Jóhannes Sigurgeirsson sjálfur."
Fréttir Innlent Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira