Erlent

Óttast mikil flóð í Austur-Evrópu

Stjórnvöld í Tékklandi, Póllandi og austurhluta Þýskalands óttast að nokkur fljót flæði yfir bakka sína á næstu dögum vegna mikilla rigninga og bráðnandi snjóalaga. Flutningur fólks af hættusvæðum er þegar hafinn og óttast er að tveir unglingspiltar í Póllandi hafi þegar látið lífið vegna vatnavaxta. Stjórnvöld óttast svipuð flóð og fyrir þremur árum þegar neyðarástand skapaðist á þessum sömu svæðum, en þá náði vatnsborð Saxelfar tæplega níu og hálfs metra hæð. Vatnsborð hennar var í morgun orðið tæplega 6 metrar og er búist við að það verði orðið 7 metrar fyrir kvöldið. Nú þegar eru 10 þúsund hektarar lands í suðausturhluta Póllands komnir undir vatn og tólf hundruð hús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×