Erlent

Bush styttir frí vegna deilna

MYND/AP
George Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að stytta frí sem hann er í og snúa aftur til Washington til þess að vera tilbúinn að undirrita lög sem kveða á um að halda eigi lífi í heiladauðri konu í Flórída. Miklar deilur hafa verið um málið í Bandaríkjunum en þar er tekist á um hvort hinni fjörutíu og eins ár Terri Schiavo skuli leyft að deyja eða hvort halda eigi henni á lífi. Hún varð fyrir heilaskaða fyrir fimmtán árum og hafði dómari í Flórída úrskurðað að rör sem flytur næringu til hennar skyldi fjarlægt að ósk eiginmanns hennar. Rörið var fjarlægt í fyrradag og var búist við að hún myndi deyja innan hálfs mánaðar. Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa hins vegar tekið undir kröfur foreldra Terriar um að henni skuli haldið á lífi og á fundi fulltrúardeildar í dag verður lagt fram frumvarp um að málið skuli aftur fara fyrir dómstóla og næringarslöngunni aftur komið fyrir í Schiavo. Talsmaður Bandaríkjaforseta segir að hann hyggist skirfa undir lögin en þau verða hugsanlega samþykkt á þingi á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×