Erlent

Fjarlægðu næringarrör Schiavo

Læknar í Flórída í Bandaríkjunum hafa fjarlægt rör sem flytur næringu til heilaskaddaðrar konu, en málið hefur velkst í bandaríska dómskerfinu í heil sjö ár og vakið heimsathygli. Búist er við að Terri Schiavo, sem er 41 árs, deyi innan hálfs mánaðar ef ákvörðun dómstóla verður ekki umsnúið. Foreldrar konunnar hafa barist fyrir því að henni sé haldið á lífi en eiginmaður hennar, sem hefur stofnað fjölskyldu með annarri konu, segir að hún hefði aldrei viljað láta halda sér á lífi í þessu ástandi. Búið er að áfrýja úrskurðinum og báðar deildir Bandaríkjaþings hafa lagst gegn þessari niðurstöðu. Tvisvar áður hefur næringarrör Schiavo verið fjarlægt en í bæði skiptin hefur því verið komið fyrir aftur vegna baráttu foreldra hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×