Sport

Enga stera takk

Bandaríkjamönnum er mikið í mun að hreinsa þjóðaríþrótt sína ásökunum um víðtæka steraneyslu meðal leikmanna í atvinnumannadeildinni þar í landi. Nú hefur verið ákveðið að úrvalshópur leikmanna og aðstandenda íþróttarinnar muni koma fram fyrir nefnd þingmanna í dag til að ræða þetta alvarlega mál sem hefur sett nokkuð dökkan blett á hafnarboltann, sem er Bandaríkjamönnum svo kær. Leitast verður við að svara alvarlegum spurningum um það hvort neysla stera sé eins víðtæk í deildinni og margir vilja meina, en allt hefur verið á endanum í fjölmiðlum ytra undanfarið vegna þessa. Einn hinna fyrrverandi leikmanna sem tjáði sig um málið sagði að uppræta þyrfti menn sem notuðu stera og koma þeim á bak við lás og slá.  "Þessir menn eru þjóðinni til skammar og það á að uppræta þá og koma þeim í grjótið".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×