Innlent

Meirihluti kýs sameiginlega forsjá

Hlutfall foreldra sem nýta sér sameiginlega forsjá yfir börnum sínum eftir skilnað hefur margfaldast síðasta áratug. Þetta kemur fram í grein Ingólfs V. Gíslasonar, Dómar í forsjármálum, sem birt var nýverið í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum. Um 10 prósent foreldra með lögskilnað nýttu sér þennan möguleika árið 1992 þegar fyrst var boðið upp hann. Síðan þá hefur hlutfall þeirra sem nýta sér sameiginlegt forræði farið stigvaxandi og árið 2003 völdu 60 prósent foreldra þennan möguleika. Ógiftir foreldrar sem slíta sambúð nýta þennan kost enn fremur en þeir sem fá lögskilnað eða rúm 70 prósent. Ingólfur kemst að þeirri niðurstöðu í greininni að það sé goðsögn að vonlaust sé fyrir feður að vinna forsjármál fyrir dómstólum. Er bent á að af 90 dómum sem kveðnir voru upp í forsjármálum á árunum 1995-2001 hafi föður verið dæmd forsjáin í 40 prósentum tilvika og móður í 60 prósentum tilvika, en þetta eru allt aðrar tölur en einkenna þjóðfélagið í heild þar sem tæp 90 prósent barna eiga lögheimili hjá móður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×