Sport

Lokeren í undanúrslit

Íslendingaliðið Lokeren tryggði sér sæti í undanúrslitum belgísku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði Gent, 1-0, á útivelli í síðari leik liðanna í fjórðungsúrslitum og samanlagt 3-1 í báðum leikjum. Rúnar Kristinsson, sem ekki gaf kost á sér í landsleikina við Króatíu og Ítalíu, skoraði sigurmark Lokeren og hann skoraði einnig annað marka Lokeren í fyrri leiknum. Auk Rúnars léku Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson allan leikinn í liði Lokeren.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×