Sport

McClaren vill áfram

Steve McClaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough vill meina að örlögin hafi gripið í taumana þegar lið sitt náði að minnka munin gegn Sporting Lissabon í Evrópukeppninni. "Við lentum þremur mörkum undir í fyrri leiknum en náðum að minnka muninn í 3-2 og það voru örlögin sem gripu í taumana. Ég hef ennþá fulla trú á að við getum farið áfram í keppninni þrátt fyrir erfiða stöðu og mikil meiðsli í hópnum, en til þess þurfa leikmennirnir í hópnum að taka af skarið og sýna hvers þeir eru megnugir", sagði stjórinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×