Sport

Gauti og Silja ofarlega

Drög afrekaskrá Norðurlanda í frjálsum íþróttum innanhúss á þessu ári, er að finna á heimasíðu danska frjálsíþróttasambandsins í dag og þar koma nöfn íslenskra íþróttamanna fyrir ofarlega á lista. Gauti Jóhannesson úr UMSB á annan besta árangur ársins í 1500 metra hlaupi og Silja Úlfarsdóttir úr FH á einnig annan besta tímann í 400 metra hlaupi.  Sunna Gestsdóttir úr USAH  er í 7. sæti yfir bestan árangur í langstökki og Sigurbjörg Ólafsdóttir úr Breiðabliki er í 9. sæti fyrir árangur sinn í 60 metra hlaupi, sem og Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR í 3000 metra hlaupi. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×