Sport

Solskjaer bjartsýnn

Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjaer er bjartsýnn á að geta leikið knattspyrnu á ný eftir stóra aðgerð sem hann fór í vegna hnémeiðsla. Norðmaðurinn hefur ekkert geta leikið með liði sínu Manchester United í vetur og þessi 32 ára gamli markahrókur er nú farinn að skokka rólega í fyrsta sinn eftir flókna aðgerð sem hann fór í á hægra hnénu. "Það fylgir þessu mikill sársauki, en ég verð að hreifa hnéð dálítið og örva það til að gróa betur saman", sagði Ole Gunnar í viðtali við breska fjölmiðla, en hann ætlar sér að ná fyrri styrk þrátt fyrir efasemdir manna um að það takist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×